Þjónusta

Sérhver viðskiptavinur er einstakur með ólíkar þarfir. Við reynum eftir fremsta megni að sinna þörfum hvers og eins. Þinn hagur er okkar markmið.

Netþjónusta Símafélagsins

Hjá Símafélaginu leggjum við áherslu á sanngjörn verð og fyrsta flokks internetþjónustu. Liprir þjónustufulltrúar og engar langar biðraðir í þjónustuveri. Hraðar internettengingar og næg bandvídd til útlanda tryggir hámarksgæði og afköst.

 • Fyrirtæki
 • Einstaklingar

ADSLVerðskrá

Hefðbundið ADSL hentar einkum þar sem bandbreidd til notanda er mikivægari en bandbreidd frá notanda og eins þar sem ekki er völ á VDSL eða ljósleiðara. Símafélagið býður ADSL á eigin kerfum á höfuðborgarsvæðinu ásamt nokkrum stöðum á landsbyggðinni, en utan okkar kerfis bjóðum við ADSL á kerfum Símans. Í flestum tilvikum er hægt að fá sjónvarpsþjónustu á ADSL tengingarnar okkar. Frekari upplýsingar má fá í þjónustuveri Símafélagsins í síma 4151515.

Þjónusta Niður Upp Niðurhal Verð án router Verð með router
ADSL 1 12Mb/s 1Mb/s 1GB 2.900 kr. 3.400 kr.
ADSL 10 12Mb/s 1Mb/s 10GB 3.900 kr. 4.400 kr.
ADSL 40 12Mb/s 1Mb/s 40GB 4.900 kr. 5.400 kr.
ADSL 80 12Mb/s 1Mb/s 80GB 5.900 kr. 6.400 kr.
ADSL 140 12Mb/s 1Mb/s 140GB 6.900 kr. 7.400 kr.
ADSL 250 12Mb/s 1Mb/s 250GB 7.900 kr. 8.400 kr.

Við bætist 1.000 kr. á ofangreind gjöld ef heimasími er ekki til staðar
Öll verð eru með vsk

VDSLVerðskrá

VDSL tengingar (sem stundum er kallað ljósnet) henta vel þar sem bandbreidd skiptir miklu máli. VDSL er í boði á öllum stöðum sem eru innan við kílómeter frá næstu símstöð Símafélagsins og einnig þar sem Síminn hefur byggt upp VDSL kerfi (kallað ljósnet). Í langflestum tilvikum er hægt að fá sjónvarpsþjónustu á VDSL tengingarnar okkar og vegna mikillar bandbreiddar er hægt að vera með fleiri en einn afruglara. Frekari upplýsingar má fá í þjónustuveri Símafélagsins í síma 4151515.

Þjónusta Niður Upp Niðurhal Verð án router Verð með router
VDSL 1 50Mb/s 25Mb/s 1GB 2.900 kr. 3.400 kr.
VDSL 10 50Mb/s 25Mb/s 10GB 3.900 kr. 4.400 kr.
VDSL 40 50Mb/s 25Mb/s 40GB 4.900 kr. 5.400 kr.
VDSL 80 50Mb/s 25Mb/s 80GB 5.900 kr. 6.400 kr.
VDSL 140 50Mb/s 25Mb/s 140GB 6.900 kr. 7.400 kr.
VDSL 250 50Mb/s 25Mb/s 250GB 7.900 kr. 8.400 kr.

Við bætist 1.000 kr. á ofangreind gjöld ef heimasími er ekki til staðar
Öll verð eru með vsk

LjósleiðariVerðskrá

Ljósleiðaratengingar eru bandbreiðustu tengingar sem völ er á og hraðvirkari en ADSL og VDSL tengingar. Þær henta einkum þar sem gerð er krafa um mestu mögulegu bandbreidd bæði til og frá notanda, mikinn hraða (lítinn svartíma) og möguleika á stækkun til framtíðar. Ljósleiðaratengingar Símafélagsins til einstaklinga eru veittar yfir kerfi Gagnaveitu Reykjavíkur og/eða Mílu á höfuðborgarsvæðinu, kerfi Tengis á Akureyri og öðrum aðilum eftir því sem við á annarsstaðar á landsbyggðinni. Frekari upplýsingar má fá í þjónustuveri Símafélagsins í síma 4151515.

Þjónusta Niður Upp Niðurhal Verð án router Verð með router Heimtaugargjald til GR
Ljós 1 100Mb/s 100Mb/s 1GB 1.900 kr. 2.400 kr. 2.610 kr.
Ljós 10 100Mb/s 100Mb/s 10GB 2.900 kr. 3.400 kr. 2.610 kr.
Ljós 40 100Mb/s 100Mb/s 40GB 3.900 kr. 4.400 kr. 2.610 kr.
Ljós 80 100Mb/s 100Mb/s 80GB 4.900 kr. 5.400 kr. 2.610 kr.
Ljós 140 100Mb/s 100Mb/s 140GB 5.900 kr. 6.400 kr. 2.610 kr.
Ljós 250 100Mb/s 100Mb/s 250GB 6.900 kr. 7.400 kr. 2.610 kr.

Öll verð eru með vsk

Gagnamagn / umfram niðurhalVerðskrá

Í hverri áskriftarleið (ADSL, VDSL eða Ljósleiðara) er ákveðið fyrirfram innifalið erlent gagnamagn. Sé notkun hvers mánaðar umfram innifalið magn er greitt fyrir það sem umfram er samkvæmt eftirfarandi verðskrá:

Þjónusta Magn Verð
Umframniðurhal 1GB 150 kr.

Öll verð eru með vsk

G.SHDSLVerðskrá

G.SHDSL tengingar henta vel fyrir minni og millistór fyrirtæki sem þurfa jafnan hraða í báðar áttir.

Þjónusta Niður Upp Búnaður Stofngjald Verð án router Verð með router
SDSL 2 2Mb/s 2Mb/s Cisco 888 5.000 kr. 10.000 kr. 13.500 kr.
SDSL 4 4Mb/s 4Mb/s Cisco 888 10.000 kr. 15.000 kr. 18.500 kr.
SDSL 5 5.7Mb/s 5.7Mb/s Cisco 888E 5.000 kr. 17.500 kr. 21.000 kr.
SDSL 10 11.4Mb/s 11.4Mb/s Cisco 888E 10.000 kr. 20.000 kr. 23.500 kr.
SDSL 15 17.1Mb/s 17.1Mb/s Cisco 888E 15.000 kr. 25.000 kr. 28.500 kr.
SDSL 20 22.8Mb/s 22.8Mb/s Cisco 888E 20.000 kr. 30.000 kr. 33.500 kr.

Öll verð eru með vsk

ADSLVerðskrá

ADSL tengingar henta vel fyrir minni fyrirtæki þar sem hraði að notanda skiptir meira máli.

Þjónusta Niður Upp Búnaður Stofngjald Verð án router Verð með router
ADSL 12Mb/s 1Mb/s Cisco 887 5.000 kr. 6.000 kr. 9.500 kr.
ADSL-M 12Mb/s 2Mb/s Cisco 887 5.000 kr. 10.000 kr. 13.500 kr.

Öll verð eru með vsk

VDSLVerðskrá

VDSL tengingar henta vel fyrir flest fyrirtæki þar sem hraði skiptir máli. VDSL er í boði á öllum stöðum sem eru innan við kílómeter frá þeim símstöðvum þar sem Símafélagið er með VDSL búnað.

Niður/Upp Búnaður Stofnkostnaður Verð án router Verð með router
80/40 Mb/s Cisco 887V 5.000 kr. 20.000 kr. 23.500 kr.

Öll verð eru með vsk

LjósleiðariVerðskrá

Ljósleiðari hentar millistórum og stærri fyrirtækjum og þeim sem gera mjög miklar kröfur um lítinn svartíma.

Verð á dreifisvæði Símafélagsins
Þjónusta Niður Upp Búnaður Stofngjald Verð án router Verð með router
Ljós 10 10Mb/s 10Mb/s Cisco 871 190.000 kr. 48.000 kr. 51.500 kr.
Ljós 50 50Mb/s 50Mb/s Cisco 1841 190.000 kr. 58.000 kr 65.000 kr.
Ljós 100 100Mb/s 100Mb/s Cisco 2801 190.000 kr. 63.000 kr. 77.000 kr.

Verð utan dreifisvæðis Símafélagsins
Þjónusta Niður Upp Búnaður Stofngjald Verð án router Verð með router
Ljós 10Mb/s 10Mb/s Cisco 871 190.000 kr. 55.000 kr. 58.500 kr.
Ljós 20Mb/s 20Mb/s Cisco 871 190.000 kr. 60.000 kr. 63.500 kr.
Ljós 50Mb/s 50Mb/s Cisco 1841 190.000 kr. 65.000 kr. 72.000 kr.
Ljós 100Mb/s 100Mb/s Cisco 2801 190.000 kr. 75.000 kr. 89.000 kr.

Öll verð eru með vsk

GagnamagnVerðskrá

Erlent niðurhal fyrir fyrirtæki hjá Símafélaginu er greitt eftirá. Þetta þýðir að þú þarft ekki að ákveða hversu mikið gagnamagn þú telur fyrirtækið þurfa, heldur er bara greitt fyrir notað gagnamagn, og á afar sanngjörnu verði.

Þjónusta Magn Verð
Gagnamagn (Erlent) 1GB 100 kr.

Öll verð eru með vsk

Símaþjónusta Símafélagsins

Hjá Símafélaginu getur þú fengið símaþjónustu fyrir þitt fyrirtæki. Við gerum okkur grein fyrir því að í nútíma fyrirtæki skiptir stöðugt símasamband gífurlegu máli. Því bjóðum við fyrirtækjum upp á sólarhrings neyðarþjónustu og gífurlega stuttan viðbragðstíma.

 • Fyrirtæki
 • Einstaklingar

HeimasímiVerðskrá

Við bjóðum hefðbundna heimasímaþjónustu á sanngjörnu verði. Hægt er að tengjast yfir bæði hefðbundnar símalínur og ljósleiðara og er þjónustan og gæðin þau sömu í báðum tilvikum. Öll notkun er sekúndumæld svo þú greiðir fyrir nákvæmlega þær sekúndur sem þú notar og ekkert umfram það. Verðskráin er einföld, engir pakkar, engir vinir, bara sanngjarnt og gott verð.

Mánaðargjald símalínu
Mánaðargjald: 1.990 kr. á mánuði
Línugjald Mílu kr. 1.308,- innifalið
Sími yfir ljósleiðara
Mánaðargjald: 990 kr. á mánuði
Startgjald símtala: 5,90 kr.
Míntugjald í landlínu: 1,50 kr. (1000 mínútur fríar)
Mínutugjöld í farsíma: 16,90 kr.
Mæling: sekúndumæling (1/1)
Verð innanlands
Verð Mælieining
Upphafsgjald 5,90 kr. hvert símtal
Mínútugjald í fastlínu (1000 mínútur) 0 kr. sekúndumæling (1/1)
Mínútugjald í fastlínu umfram 1000 mínútur 1.50 kr. sekúndumæling (1/1)
Mínútugjald í alla farsíma 16,90 kr. sekúndumæling (1/1)
Upphafsgjald í 118 129,90 kr. hvert símtal
Mínútugjald í 118 119,90 kr. mínútumæling (60/60)
Áframtenging úr 118 29,00 kr. hver áframtenging
Upphafsgjald í 1819 99,90 kr. hvert símtal
Mínútugjald í 1819 89,90 kr. mínútumæling (60/60)
Mínútuverð til útlanda
Verð Mælieining
Upphafsgjald 5,90 kr. hvert símtal
Mínútugjald í fastlínu í Bandaríkjunum 4,90 kr. sekúndumæling (1/1)
Mínútugjald í farsíma í Bandaríkjunum 4,90 kr. sekúndumæling (1/1)
Mínútugjald í fastlínu í Danmörku 4,90 kr. sekúndumæling (1/1)
Mínútugjald í farsíma í Danmörku 29,90 kr. sekúndumæling (1/1)

Öll verð eru með vsk

VerðsamanburðurBera saman

Hér má sjá verðsamanburð helstu fjarskiptafyrirtækjanna.

Samanburður á mánaðargjöldum*
Þjónusta Símafélagið Heimasími Síminn Heimasímar Vodafone Heimasími 0
Heimasími 1.990 kr. 2.380 kr. 2.090 kr.

* Verðin byggjast verðkönnun þann 8. janúar 2013

Samanburður á mínútuverðum*
Símafélagið Síminn Vodafone
Upphafsgjald 5,90 kr. 8,90 kr. 7,80 kr.
Mínútugjald í fastlínu (1000 mínútur)** 0 kr. 0 kr. 0 kr.
Mínútugjald í fastlínu umfram 1000 mínútur** 1,50 kr. 3,90 kr. 2,00 kr.
Mínútugjald í farsíma 16,90 kr. 17,90 kr. 22 kr.
Tímamæling 1/1 60/60 60/60

* Verðin byggjast verðkönnun þann 8. janúar 2013 ** Áskrift Símans er með 1200 mínútur innifaldar

NetsímiVerðskrá

Hjá Símafélaginu færð þú netsíma á lægsta verði sem þekkist á Íslandi.
Það er ekki bara það að mánaðargjaldið og mínútuverðin eru lægri en hjá samkeppnisaðilum, heldur er einungis rukkað fyrir þær sekúndur sem þú talar í símann enn ekki hverja byrjaða mínútu eins og já samkeppnisaðilunum. Bara sekúndumælingin þýðir u.þ.b. 25% lægri notkunargjöld að jafnaði. Netsímann getur þú notað á nettengingu hvar sem er í heiminum úr tölvunni þinni eða með sérstöku breytistykki fyrir venjulegan síma.

Mánaðargjald Netsíma
Mánaðargjald: 990 kr. á mánuði

FyrirtækjasímiVerðskrá

Hjá Símafélaginu færð þú símaþjónustu á lægsta verði sem þekkist á Íslandi. Það er ekki bara það að mánaðargjaldið og mínútuverðin eru lægri en hjá samkeppnisaðilum, heldur er einungis rukkað fyrir þær sekúndur sem þú talar í símann enn ekki hverja byrjaða mínútu eins og hjá samkeppnisaðilunum. Bara sekúndumælingin þýðir u.þ.b. 25% lægri notkunargjöld að jafnaði.

Mánaðargjöld fyrir SIP símkerfistengingar
Þjónustuleið Símtöl samtímis Mánaðargjald
SIP gátt (T2) 2 1.000 kr.
SIP gátt (T5) 5 3.000 kr.
SIP gátt (T+) Engin takmörk 6.000 kr.
Mánaðargjöld fyrir ISDN símkerfistengingar
Þjónustuleið Símtöl samtímis Mánaðargjald
ISDN BRI 2 2.490 kr.
ISDN PRI 30 21.900 kr.
Línugjald Mílu kr. 1.308,- innifalið
Mánaðargjöld fyrir símanúmer á SIP/ISDN þjónustuleiðir
Þjónustuleið Mánaðargjald
1 símanúmer 50 kr.
10 símanúmer 500 kr.
100 símanúmer 5.000 kr.
Mánaðargjöld fyrir fastlínusíma (POTS)
Þjónustuleið Símtöl samtímis Mánaðargjald
Fastlína 1 1.990 kr.
Línugjald Mílu kr. 1.308,- innifalið
Mínútuverð innanlands
Verð Mælieining
Upphafsgjald 5,90 kr. hvert símtal
Mínútugjald í fastlínu (1000 mínútur) 0 kr. sekúndumæling (1/1)
Mínútugjald í fastlínu umfram 1000 mínútur 1,50 kr. sekúndumæling (1/1)
Mínútugjald í alla farsíma 16,90 kr. sekúndumæling (1/1)
Upphafsgjald í 118 129,90 kr. hvert símtal
Mínútugjald í 118 119,9 kr. mínútumæling (60/60)
Áframtenging úr 118 29,00 kr. hver áframtenging
Upphafsgjald í 1819 99,90 kr. hvert símtal
Mínútugjald í 1819 89,90 kr. mínútumæling (60/60)
Mínútuverð til útlanda
Verð Mælieining
Upphafsgjald 5,90 kr. hvert símtal
Mínútugjald í fastlínu í Bandaríkjunum 4,90 kr. sekúndumæling (1/1)
Mínútugjald í farsíma í Bandaríkjunum 4,90 kr. sekúndumæling (1/1)
Mínútugjald í fastlínu í Danmörku 4,90 kr. sekúndumæling (1/1)
Mínútugjald í farsíma í Danmörku 29,90 kr. sekúndumæling (1/1)

Öll verð eru með vsk

VerðsamanburðurBera saman

Hér má sjá verðsamanburð helstu fjarskiptafyrirtækjanna.


Ath. Vodafone birta ekki verðskrár fyrir fyrirtækjaþjónustu. Þetta gerir því samanburð ómögulegan nema í hverju tilfelli fyrir sig.

Samanburður á mánaðargjöldum fyrir SIP sambönd
Þjónustuleið Símafélagið Síminn
Stofngjald 0 5.000
4 talrásir 3.000 4.034
10 talrásir 6.000 9.072
30 talrásir 6.000 16.129
Samanburður á mánaðargjöldum fyrir fastlínu
Þjónustuleið Símafélagið mánaðargjald Síminn mánaðargjald
Fastlína 1.990 kr. 2.480 kr.
Samanburður á mánaðargjöldum fyrir ISDN sambönd
Þjónustuleið Símafélagið stofngjald Síminn stofngjald Símafélagið mánaðargjald Síminn mánaðargjald
ISDN BRI (2 talrásir) 0 kr. 0 kr. 2.500 kr. 3.080 kr.
ISDN PRI (30 talrásir) 90.000 kr. 90.723 kr. 21.900 kr. 21.900 kr.
Samanburður á mínútuverðum
Símafélagið Síminn
Upphafsgjald 5,90 kr. 8,90 kr.
Mínútugjald í fastlínu (1000 mínútur) 0 kr. 0 kr.
Mínútugjald í fastlínu umfram 1000 mínútur 1.5 kr. 0 kr.
Mínútugjald í farsíma 16,90 kr. 19,90 kr.
Mínútugjald í fastlínu í Bandaríkjunum 4,90 kr. 19,90 kr.
Mínútugjald í farsíma í Bandaríkjunum 4,90 kr. 59,90 kr.
Mínútugjald í fastlínu í Danmörku 4,90 kr. 19,90 kr.
Mínútugjald í farsíma í Danmörku 29,90 kr. 59,90 kr.
Tímamæling 1/1 60/60

Farsími Símafélagsins

Hjá Símafélaginu getur þú fengið farsímaþjónustu fyrir þitt fyrirtæki. Við gerum okkur grein fyrir því að í nútíma fyrirtæki skiptir stöðugt farsímasamband gífurlegu máli. Því bjóðum við fyrirtækjum upp á sólarhrings neyðarþjónustu og gífurlega stuttan viðbragðstíma.

 • Fyrirtæki
 • Einstaklingar

FarsímiVerðskrá

Hjá Símafélaginu færð þú farsímaþjónustu á mjög hagstæðu verði með sanngjarna tímamælingu. Einungis er rukkað fyrir þær sekúndur sem þú talar í símann enn ekki hverja byrjaða mínútu eins og hjá samkeppnisaðilunum. Sekúndumælingin ein og sér getur við ákveðin notkunarmynstur skilað mjög miklum sparnaði.

Þjónusta Innifalið gagnamagn Mánaðargjald
Farsími 100 100 MB 490 kr.
Farsími 500 500 MB 990 kr.
Farsími 1000 1 GB 1.490 kr.
Farsími 2000 2 GB 1.990 kr.
Farsími 3000 3 GB 2.990 kr.
Verð Mælieining
Upphafsgjald 5,90 kr. hvert símtal
Mínútugjald í öll kerfi 14,90 kr. sekúndumæling (1/1)
Mínútugjald í heimasíma helstu viðskiptalanda erlendis 14,90 kr. sekúndumæling (1/1)
SMS innanlands 9,90 kr. hvert SMS
SMS til útlanda 9,90 kr. hvert SMS
Umframniðurhal 4,90 kr. hvert MB
Upphafsgjald í 118 129,90 kr. hvert símtal
Mínútugjald í 118 119,90 kr. mínútumæling (60/60)
Áframtenging úr 118 29,00 kr. hver áframtenging
Upphafsgjald í 1819 99,90 kr. hvert símtal
Mínútugjald í 1819 89,90 kr. mínútumæling (60/60)

VerðsamanburðurBera saman

Hér má sjá verðsamanburð helstu fjarskiptafyrirtækjanna.

Samanburður á mánaðargjöldum
Félag Þjónustuleið Mánaðarverð
Símafélagið Farsímaáskrift 490 kr.
Síminn Ódýrari mínútur 590 kr.
Vodafone Vodafone 0 500 kr.
Samanburður á mínútuverðum innanlands
Símafélagið Síminn Vodafone
Upphafsgjald 5,9 kr. 11,9 kr. 7,8 kr.
Mínútugjald í farsíma 14,9 kr. 13,9 kr. 16,5 kr.
SMS innanlands 9,9 kr. 12,9 kr. 12,5 kr.
Tímamæling 1/1 60/60 60/60

Vakin er sérstök athygli á því að tímamælingin hjá öllum hinum fjarskiptafélögunum er 60/60. Þetta þýðir að greitt er fyrir 1 mínútu um leið og svarað er og svo heila mínútu um leið og ný mínúta byrjar að telja. 61 sekúnda þýðir því 2 mínútur hjá hinum fjarskiptafélögunum, en þú greiðir bara fyrir 61 sekúndu hjá Símafélaginu.

Samanburður á mínútuverðum til útlanda
Símafélagið Síminn Vodafone
Upphafsgjald 5,9 kr. 11,9 kr. 7,8 kr.
Mínútugjald í heimasíma í Bandaríkjunum 14,9 kr. 30,9 kr. 31,9 kr.
Mínútugjald í farsíma í Bandaríkjunum 14,9 kr. 70,9 kr. 56,9 kr.
Mínútugjald í heimasíma í Danmörku 14,9 kr. 30,9 kr. 31,9 kr.
Mínútugjald í farsíma í Danmörku 34,9 kr. 70,9 kr. 56,9 kr.
SMS til útlanda 9,9 kr. 20,0 kr. 22,0 kr.
Tímamæling 1/1 60/60 60/60

Notkun erlendisNotkun

Notkun farsíma erlendis

Verðskrá
Svæði 1 Svæði 2 Svæði 3 Svæði 4 Svæði 5
Hringt til Íslands 37,03 kr. 250,00 kr. 350,00 kr. 550,00 kr. 650,00 kr.
Móttekið símtal 9,73 kr. 60,00 kr. 70,00 kr. 80,00 kr. 90,00 kr.
Hringt innan landsins 37,03 kr. 250,00 kr. 350,00 kr. 750,00 kr. 650,00 kr.
Send SMS 11,68 kr. 60,00 kr. 70,00 kr. 80,00 kr. 90,00 kr.
Móttekin SMS 0,00 kr. 0,00 kr. 0,00 kr. 0,00 kr. 0,00 kr.
Gagnanotkun (MB) 38,98 kr. 1400,00 kr. 1900,00 kr. 2500,00 kr. 2900,00 kr.
Hringt til annarra landa 197,69 kr. 300,00 kr. 400,00 kr. 600,00 kr. 700,00 kr.
Hringt til EU landa 37,03 kr. 300,00 kr. 400,00 kr. 600,00 kr. 700,00 kr.
Tímamæling 60/60 60/60 60/60 60/60 60/60

Verðskrá tók gildi 1. júlí 2011

Svæðisskipting
Lönd
Svæði 1 Austria, Belgium, Bulgaria, Cyprus, Czech Republic, Denmark, Estonia, Finland, France, French West Indies, Germany, Greece, Hungary, Ireland, Italy, Latvia, Lithuania, Luxembourg, Malta, Netherlands, Norway, Poland, Portugal, Romania, Slovakia, Slovenia, Spain, Sweden, United Kingdom
Svæði 2 Cambodia, El Salvador, Faroe Islands, Greenland, Guatemala, Lesotho, Liechtenstein, Monaco, San Marino, South Africa, Switzerland, United States, Uruguay
Svæði 3 Albania, Algeria, Andorra, Bermuda, Bolivia, Costa Rica, Croatia, Dominican Republic, Gibraltar, Guernsey, Isle Of Man, Jersey, Singapore, Virgin Islands (British)
Svæði 4 Afghanistan, Anguilla, Antigua And Barbuda, Argentina, Armenia, Aruba, Azerbaijan, Bangladesh, Barbados, Belarus, Belize, Benin, Bonaire, Bosnia Herzegovina, Botswana, Brazil, Brunei Darussalam, Burkina Faso, Cameroon, Canada, Cayman Islands, Chad, Chile, China, Colombia, Democratic Republic Of Congo, Cote D’Ivoire, Cuba, Curacao, Dominica, Ecuador, Egypt, Fiji, French Guyana, Gambia, Georgia, Ghana, Grenada, Guadeloupe, Guam, Guyana, Haiti, Honduras, Hong Kong, Indonesia, Iran, Iraq, Israel, Jamaica, Japan, Kazakhstan, Kenya, South Korea, Kosovo, Kyrgyzstan, Laos, Lebanon, Les Saintes, Liberia, Macau, Macedonia, Madagascar, Malawi, Maldives, Mali, Marie-Galante, Martinique, Mauritania, Mauritius, Mexico, Moldova, Monaco, Mongolia, Montenegro, Montserrat, Morocco, Namibia, Netherlands Antilles, New Zealand, Nicaragua, Nigeria, Oman, Pakistan, Palestinian Territory, Panama, Papua New Guinea, Paraguay, Peru, Puerto Rico, Qatar, Saint Kitts And Nevis, Saint Lucia, Saint Vincent And The Grenadines, Senegal, Serbia, Seychelles, Sierra Leone, Singapore, Suriname, Syria, Taiwan, Tajikistan, Tanzania, Thailand, Togo, Trinidad And Tobago, Tunisia, Turkey, Turkmenistan, Turks And Caicos Islands, Uganda, Ukraine, Uzbekistan, Venezuela, Vietnam, Zambia
Svæði 5 Australia, Bahrain, India, Jordan, Kuwait, Malaysia, Philippines, Russia, Saudi Arabia, Sri Lanka, United Arab Emirates

FarsímiVerðskrá

Hjá Símafélaginu færð þú farsímaþjónustu á mjög hagstæðu verði með sanngjarna tímamælingu. Einungis er rukkað fyrir þær sekúndur sem þú talar í símann enn ekki hverja byrjaða mínútu eins og hjá samkeppnisaðilunum. Sekúndumælingin ein og sér getur við ákveðin notkunarmynstur skilað mjög miklum sparnaði.

Þjónusta Innifalið gagnamagn Mánaðargjald
Farsími 100 100 MB 490 kr.
Farsími 500 500 MB 990 kr.
Farsími 1000 1 GB 1.490 kr.
Farsími 2000 2 GB 1.990 kr.
Farsími 3000 3 GB 2.990 kr.
Verð Mælieining
Upphafsgjald 5,90 kr. hvert símtal
Mínútugjald í öll kerfi 14,90 kr. sekúndumæling (1/1)
Mínútugjald í heimasíma helstu viðskiptalanda erlendis 14,90 kr. sekúndumæling (1/1)
SMS innanlands 9,90 kr. hvert SMS
SMS til útlanda 9,90 kr. hvert SMS
Umframniðurhal 4,90 kr. hvert MB
Upphafsgjald í 118 129,90 kr. hvert símtal
Mínútugjald í 118 119,90 kr. mínútumæling (60/60)
Áframtenging úr 118 29,00 kr. hver áframtenging
Upphafsgjald í 1819 99,90 kr. hvert símtal
Mínútugjald í 1819 89,90 kr. mínútumæling (60/60)

VerðsamanburðurBera saman

Hér má sjá verðsamanburð helstu fjarskiptafyrirtækjanna.

Samanburður á mánaðargjöldum
Félag Þjónustuleið Mánaðarverð
Símafélagið Farsímaáskrift 490 kr.
Síminn Ódýrari mínútur 590 kr.
Vodafone Vodafone 0 500 kr.
Samanburður á mínútuverðum innanlands
Símafélagið Síminn Vodafone
Upphafsgjald 5,9 kr. 11,9 kr. 7,8 kr.
Mínútugjald í farsíma 14,9 kr. 13,9 kr. 16,5 kr.
SMS innanlands 9,9 kr. 12,9 kr. 12,5 kr.
Tímamæling 1/1 60/60 60/60

Vakin er sérstök athygli á því að tímamælingin hjá öllum hinum fjarskiptafélögunum er 60/60. Þetta þýðir að greitt er fyrir 1 mínútu um leið og svarað er og svo heila mínútu um leið og ný mínúta byrjar að telja. 61 sekúnda þýðir því 2 mínútur hjá hinum fjarskiptafélögunum, en þú greiðir bara fyrir 61 sekúndu hjá Símafélaginu.

Samanburður á mínútuverðum til útlanda
Símafélagið Síminn Vodafone
Upphafsgjald 5,9 kr. 11,9 kr. 7,8 kr.
Mínútugjald í heimasíma í Bandaríkjunum 14,9 kr. 30,9 kr. 31,9 kr.
Mínútugjald í farsíma í Bandaríkjunum 14,9 kr. 70,9 kr. 56,9 kr.
Mínútugjald í heimasíma í Danmörku 14,9 kr. 30,9 kr. 31,9 kr.
Mínútugjald í farsíma í Danmörku 34,9 kr. 70,9 kr. 56,9 kr.
SMS til útlanda 9,9 kr. 20,0 kr. 22,0 kr.
Tímamæling 1/1 60/60 60/60

Notkun erlendisNotkun

Notkun farsíma erlendis

Verðskrá
Svæði 1 Svæði 2 Svæði 3 Svæði 4 Svæði 5
Hringt til Íslands 37,03 kr. 250,00 kr. 350,00 kr. 550,00 kr. 650,00 kr.
Móttekið símtal 9,73 kr. 60,00 kr. 70,00 kr. 80,00 kr. 90,00 kr.
Hringt innan landsins 37,03 kr. 250,00 kr. 350,00 kr. 750,00 kr. 650,00 kr.
Send SMS 11,68 kr. 60,00 kr. 70,00 kr. 80,00 kr. 90,00 kr.
Móttekin SMS 0,00 kr. 0,00 kr. 0,00 kr. 0,00 kr. 0,00 kr.
Gagnanotkun (MB) 38,98 kr. 1400,00 kr. 1900,00 kr. 2500,00 kr. 2900,00 kr.
Hringt til annarra landa 197,69 kr. 300,00 kr. 400,00 kr. 600,00 kr. 700,00 kr.
Hringt til EU landa 37,03 kr. 300,00 kr. 400,00 kr. 600,00 kr. 700,00 kr.
Tímamæling 60/60 60/60 60/60 60/60 60/60

Verðskrá tók gildi 1. júlí 2011

Svæðisskipting
Lönd
Svæði 1 Austria, Belgium, Bulgaria, Cyprus, Czech Republic, Denmark, Estonia, Finland, France, French West Indies, Germany, Greece, Hungary, Ireland, Italy, Latvia, Lithuania, Luxembourg, Malta, Netherlands, Norway, Poland, Portugal, Romania, Slovakia, Slovenia, Spain, Sweden, United Kingdom
Svæði 2 Cambodia, El Salvador, Faroe Islands, Greenland, Guatemala, Lesotho, Liechtenstein, Monaco, San Marino, South Africa, Switzerland, United States, Uruguay
Svæði 3 Albania, Algeria, Andorra, Bermuda, Bolivia, Costa Rica, Croatia, Dominican Republic, Gibraltar, Guernsey, Isle Of Man, Jersey, Singapore, Virgin Islands (British)
Svæði 4 Afghanistan, Anguilla, Antigua And Barbuda, Argentina, Armenia, Aruba, Azerbaijan, Bangladesh, Barbados, Belarus, Belize, Benin, Bonaire, Bosnia Herzegovina, Botswana, Brazil, Brunei Darussalam, Burkina Faso, Cameroon, Canada, Cayman Islands, Chad, Chile, China, Colombia, Democratic Republic Of Congo, Cote D’Ivoire, Cuba, Curacao, Dominica, Ecuador, Egypt, Fiji, French Guyana, Gambia, Georgia, Ghana, Grenada, Guadeloupe, Guam, Guyana, Haiti, Honduras, Hong Kong, Indonesia, Iran, Iraq, Israel, Jamaica, Japan, Kazakhstan, Kenya, South Korea, Kosovo, Kyrgyzstan, Laos, Lebanon, Les Saintes, Liberia, Macau, Macedonia, Madagascar, Malawi, Maldives, Mali, Marie-Galante, Martinique, Mauritania, Mauritius, Mexico, Moldova, Monaco, Mongolia, Montenegro, Montserrat, Morocco, Namibia, Netherlands Antilles, New Zealand, Nicaragua, Nigeria, Oman, Pakistan, Palestinian Territory, Panama, Papua New Guinea, Paraguay, Peru, Puerto Rico, Qatar, Saint Kitts And Nevis, Saint Lucia, Saint Vincent And The Grenadines, Senegal, Serbia, Seychelles, Sierra Leone, Singapore, Suriname, Syria, Taiwan, Tajikistan, Tanzania, Thailand, Togo, Trinidad And Tobago, Tunisia, Turkey, Turkmenistan, Turks And Caicos Islands, Uganda, Ukraine, Uzbekistan, Venezuela, Vietnam, Zambia
Svæði 5 Australia, Bahrain, India, Jordan, Kuwait, Malaysia, Philippines, Russia, Saudi Arabia, Sri Lanka, United Arab Emirates

Símkerfi Símafélagsins

Hjá Símafélaginu getur þú fengið farsímaþjónustu fyrir þitt fyrirtæki. Við gerum okkur grein fyrir því að í nútíma fyrirtæki skiptir stöðugt farsímasamband gífurlegu máli. Því bjóðum við fyrirtækjum upp á sólarhrings neyðarþjónustu og gífurlega stuttan viðbragðstíma.

 • Fyrirtæki

SímkerfiSkoða

Til að ná sem mestu hagræði í símamálum borgar sig að vera með símkerfi.

Hjá Símafélaginu geturðu verið með símkerfið í hýsingu eða þú getur verið með þitt eigið.

Settu upp biðraðir, tilkynningar á íslensku, láttu símtalið elta starfsmenn í GSM síma eða heim til sín, fáðu talhólfsskilaboð í pósti og svo margt fleira.

Skoðaðu hvað er í boði og hafðu samband.

Hýst símkerfiSkoða

Símafélagið býður upp á símkerfi fyrir allar stærðir fyrirtækja.

Hýst símkerfi frá Símafélaginu

Við höfum sett upp símkerfi fyrir fjölda fyrirtækja, allt frá litlum einyrkjum upp í 100 manna skrifstofur.

Hafðu samband við okkur í síma 415 1500 ef þú hefur áhuga á að fá kynningu á símkerfunum okkar.

Um símkerfið

Hýsta IP símkerfi Símafélagsins er öflugt og sveigjanlegt Asterisk IP símkerfi (IP-PBX) sem hentar stórum og smáum fyrirtækjum. Mjög lítið mál er að bæta við notendum hvenær sem er, og með ákveðnum gerðum símtækja er engin þörf á tæknimanni á staðinn til að stilla, skipta út eða flytja tækin þar eð þau stilla sig sjálf. Með Aastra símtækjunum er miðlæg símaskrá sem uppfærast sjálfkrafa þegar nýjum notendum er bætt við, og auk þess getur hver notandi bætt við í sína eigin símaskrá. Einnig er hægt að útfæra samtengingu í miðlæga notandagrunna fyrirtækisins, t.d. LDAP.

Stuðningur

Hægt er að nota öll IP símtæki sem styðja SIP með símkerfinu. Símafélagið hefur mest notað Aastra síma og útfært virkni í takka þeirra sem geta stýrt símkerfinu með ýmsum hætti. Dæmi um önnur símtæki sem Símafélagið hefur tengt við kerfið er Cisco, Yealink, Doro, Snom, Siemens, Grandstream, Linksys og Nortel. Einnig hafa ATA box (sem leyfa þér að tengja hefðbundinn fastlínusíma við kerfið) eins og Linksys, Grandstream og Mediatrix verið tengd við kerfið án vandræða.

Einnig er hægt að nota hugbúnaðarsíma eins og X-lite við símkerfið, svo og Android og iPhone síma með þar til gerðum hugbúnaði.

Kostnaður

Enginn stofnkostnaður er á hýstu símkerfi hjá Símafélaginu. Borgað er mánaðarlegt grunngjald og svo mánaðargjald fyrir hvern notanda. Grunngjaldið er 750 kr. m/VSK og fyrir hvern notanda greiðast 500 kr.

Einnig er hægt að leigja símtæki, og þá bætist sá kostnaður ofan á mánaðarverðið fyrir notandann. Við þetta bætast síðan að sjálfsögðu notkunargjöld.

Allar breytingar við virkni símkerfisins og uppsetning á röðum o.þ.h. eru innifaldar í mánaðarverði nema um einhverja mjög sértæka uppsetningu með sérþörfum sé að ræða. Fyrir það er greidd tímavinna á gildandi taxta Símafélagsins.

Eiginleikar símkerfis

Valmynd og biðraðir

Hægt er að setja upp valmyndir og biðraðir (t.d. “veldu 1 fyrir sölufulltrúa”) og raða starfsfólki í svörun á eina eða fleiri biðröð. Hægt er að hafa símtæki starfsmanna fastsett á tiltekna biðröð og hafa sérstakan innskráningartakka á símtækinu þannig að starfsfólk geti skráð sig inn á einstakar biðraðir.

Hópar og “hunting”

Hægt er að setja upp hringitóna þar sem ákveðin símtæki hringja samtímis eða koll af kolli, eða hvort tveggja. Einnig er hægt að láta hringingar berast eftir ákveðinni röð milli starfsmanna og enda t.d. í símsvara, talhólfi eða farsíma.

Gefa samband

Hægt er að setja upp hringitóna þar sem ákveðin símtæki hringja samtímis eða koll af kolli, eða hvort tveggja. Einnig er hægt að láta hringingar berast eftir ákveðinni röð milli starfsmanna og enda t.d. í símsvara, talhólfi eða farsíma.

Fundarsími

Hægt er að hafa eitt eða fleiri “fundarherbergi” (t.d. eitt fyrir hvern starfsmann), sem hvert og eitt er varið með lykilorði. Til þess að nota fundarsímann er fundarmönnum sent símanúmer “fundarherbergisins”, lykilorð og tímasetning. Fundarmenn hringja þá inn og slá inn lykilorðið til að taka þátt í fundinum. Fundarsíminn getur sparað fyrirtækjum símakostnað því með því að bjóða upp á hann er hringt meira í fyrirtækið en út.

Símsvari

Hægt er að setja upp símsvara sem svarar við tiltekin skilyrði, hvort sem er fyrir einstaka starfsmenn, tiltekna hópa eða allt fyrirtækið. Tengja má símsvarann við dagatal, t.d. með helgidögum og sérsniðnum frídögum eða fyrirvaralitlum lokunum (t.d. jarðarfarir eða árshátíðir).

Stimpilklukka

Einföld stimpilklukka þar sem starfsfólk hringir í tiltekið númer til að skrá sig til og úr vinnu. Hægt er að takmarka skráningu við tiltekin símanúmer. Yfirlit yfir skráningar er aðgengilegt á vefslóð þar sem einnig má taka út gögnin á CSV skráarsniði. Símafélagið ehf getur þróað frekari útfærslur á stimpilklukkunni eftir þörfum hvers og eins.

Tölfræði

Hægt er að skoða ítarlega tölfræði yfir innhringingar og símanotkun.

Símtæki

Símafélagið ehf hefur sérstaklega þróað símtæki frá Aastra fyrir Símkerfi Símafélagsins. Aastra er leiðandi í framleiðslu IP símtækja og leggur metnað sinn í vandaðan búnað, fallegt útlit, einfalt viðmót, mikið notkunargildi og síðast en ekki síst einstaka aðlögunarmöguleika. Símafélagið hefur nýtt sér þessa eiginleika til að skapa einstakt símkerfi fyrir íslensk fyrirtæki.

3CXSkoða

3CX er hugbúnaðarsímstöð sem keyrir á Windows og er afar einföld í uppsetningu og notkun.

3CX símkerfi

Hún hentar afar vel litlum og millistórum fyrirtækjum sem vilja hafa mikla stjórn á símkerfinu og geta séð auðveldlega stöðu starfsmanna.

Almennt

3CX hugbúnaðarsímstöðin keyrir sem tölvuforrit á Windows stýrikerfinu. Hún er afar öflug og einföld í notkun. Hún hentar mjög vel fyrir fyritæki sem vilja nota tölvusíma og jafnframt hafa öfluga yfirsýn yfir hvað er að gerast í kerfinu.

Hægt er að nota allar gerðir að SIP símtækjum eða frían tölvusíma frá 3CX sem gefur þér möguleika á að sjá stöðu allra starfsmanna og símahópa, gefa símtöl áfram með því að draga símtalið með músinni yfir á símtæki, taka upp símtöl, flytja símtöl út úr kerfinu, hringja úr hvaða forrit sem er Excel, Word, ja.is o.s.frv.

3CX tölvusíminn er einnig til fyrir Android smartsíma sem gerir það mögulegt að tengjast símkerfinu hvaðan sem er á mjög auðveldan hátt.

Viðmót

Viðmót tölvusímans

Stjórnunarviðmót í gegnum vafra

Eiginleikar
 • SIP hugbúnaður í farsíma með Android, iPhone eða iPad
 • Tölvusímar með Assistant forriti sem gefur yfirsýn yfir stöðu símtækja og hópa
 • Tölvusímar eru með innbyggð “tunnel” tryggja að síminn virki allsstaðar þar sem er netsamband
 • Assistant forrit getur stýrt borðsímum
 • Hægt að hringja beint í númer af heimasíðum, úr Word, Excel eða öðrum forritum
 • Hægt að hringja beint frá Contacts í Outlook
 • Hægt að láta Outlook tengilið opnast á skjá þegar hringt er inn
 • CRM tenging við Outlook og Salesforce
 • CRM tenging við ýmsan hannan hugbúnað eins og Microsoft Dynamic o.fl.
 • Hjálparsvörun
 • Nætursímsvari
 • Þrepaval (veldu 1 fyrir X, 2 fyrir Y o.s.frv.)
 • Upplestur á því hvar innhringjandi er í röðinni (þú ert númer X í röðinni)
 • Mismunandi afgreiðsla símtala eftir stöðu símtækis sem hver starfsmaður getur stillt fyrir sig
 • Talhólfsskilaboð koma í tölvupósti
 • Hægt að vera með erlend símanúmer
 • Einfalt að vera með útibú hvar sem er nettenging, líka í útlöndum

Ofangreindur listi er ekki tæmandi listi yfir möguleika símkerfisins. Sækja má bæklinginn frá 3CX á ensku á PDF formi fyrir frekari upplýsingar.

 3CX Bæklingur (enska)

SímtækiSkoða

Símafélagið er dreifingaraðili á Aastra símtækjum á Íslandi.

Aastra símtæki

Aastra Símtæki

Símafélagið hefur sérstaklega þróað

símtæki frá Aastra fyrir hýst símkerfi Símafélagsins. Aastra er leiðandi í framleiðslu IP símtækja og leggur metnað sinn í vandaðan búnað, fallegt útlit, einfalt viðmót, mikið notkunargildi og síðast en ekki síst einstaka aðlögunarmöguleika. Símafélagið hefur nýtt sér þessa eiginleika til að skapa einstakt símkerfi fyrir íslensk fyrirtæki.

Aastra símar

Aastra 6757i síminn er ríkulega búinn eftirtöldum eiginleikum:

 • Einstaklega notendavænn með íslensku viðmóti
 • Stór baklýstur LCD skjár (144×128 punkta) með XML vafra
 • 4 símalínur sem nýta má með samtímis (hver með sinn eigin hnapp og ljós)
 • Möguleiki á 3ja manna hópsímtali
 • Öflugur hátalari og 5 mismunandi hringingar með stillanlegum hljóðstyrk
 • Innbyggður stuðningur við höfuðtól (auðvelt að skipta milli símtóls, höfuðtóls og hátalara)
 • 20 forritanlegir hnappar fyrir sérsniðnar aðgerðir
 • Innbyggð símaskrá með leitarmöguleika sem uppfærist sjálfkrafa, en má einnig sérsníða
 • Birtir nafn þess sem hringir úr innanhús símtækjum og þeirra sem eru skráðir í símaskránna
 • 100 númera innhringi- og endurvalslisti (með dagsetningu og tíma hvers símtals)
 • 3 mismunandi áframsendingar (ef í samtali, eftir tiltekinn fjölda hringinga eða skilyrðislaust)
 • Möguleiki á sjálfvirkri hringingu (hringir án þess að tól sé tekið upp)
 • “DND” (Ekki trufla) hnappur með ljósi
 • “ON HOLD” (Bið) hnappur með biðtónlist
 • “MUTE” hnappur sem lokar fyrir hljóðnema, með ljósi
 • Möguleiki á allt að þremur auka hnappaborðum, hver með 36 forritanlegum hnöppum og ljósum, t.d. fyrir hraðval (t.d. fyrir símtæki í móttöku)
 • Dagsetning og klukka á skjá ásamt upplýsingum um stöðu valdra aðgerða og fjölda ósvaraðra símtala
 • Birtir tilkynningar sem t.d. stjórnendur senda frá sér, bæði tal og texta
 • Hægt að læsa lyklaborði með lykilorði
 • Innbyggð Ethernet brú (nettengi við tölvu) til að samnýta tölvutengil með tölvu starfsmanns
 • Möguleiki á “Rafmagn yfir Ethernet” (PoE) í stað þess að tengja hvert símtæki rafmagnstengil

SIP býður þessa síma þar að auki með eftirtöldum sérsniðnum eiginleikum (með IP Símkerfi SIP):

 • Sýna beint númer; hnappurinn gerir það að verkum þegar hringt er út fyrir kerfið birtist beint númer starfsmanns í stað aðalnúmers.
 • Áframsending; fljótleg leið til að senda öll innkomandi símtöl í hvaða númer sem er.
 • Símsvari; virkjar símsvara fyrir allt fyrirtæki úr hvaða símtæki sem er. Ljós kviknar á öllum símtækjum sem sýnir að símsvari er orðinn virkur.
 • Talhólf; virkjar áframsendingu i talhólf starfsmanns. Hljóðskilaboð í talhólfi má hlusta á í símanum og láta senda þau með tölvupósti.
 • Upptaka; hnappur til að hefja upptöku á símtali á meðan á því stendur.
 • Innskráning í biðröð; hnappur til að skrá sig inn í biðröð til að svara símtölum.
 • Skoða biðröð; hnappur til að skoða stöðu í biðröð (fjöldi, biðtími, o.s.frv.)

Auk þess getur SIP útfært enn fleiri möguleika, svo sem hnapp til að senda upptöku á tiltekinn stað (t.d. netfang), hnapp til að merkja símtal (t.d. fyrir gjaldfærslu), virkja ljós eða hringingu á símtæki út frá skynjurum (t.d. hurð, hita, reyk, o.s.frv.) eða annarra eiginleika sem viðskiptavinur óskar eftir því að fá útfærða.

Upplýsingar

Um Símafélagið

Símafélagið (stofnað sem SIP) var stofnað í lok ágúst 2008 og hóf starfsemi á miklum umrótatímum þann 1. nóvember sama ár. Símafélagið er óháð félag og alfarið í eigu starfsmanna. Eigendur Símafélagsins hafa mjög víðtæka reynslu úr fjarskiptageiranum. Stofnendur Símafélagsins eru m.a. hluti þess hóps sem byggði upp tæknikerfi HIVE á sínum tíma en auk þess hafa starfsmenn Símafélagsins unnið hjá öllum helstu fjarskiptafyrirtækjum landsins (gamla TAL, Hive, Vodafone, nýja Tal, Símanum og Mílu). Símafélagið ehf hefur sinnt umfangsmiklum tækniverkefnum, forritað lausnir og selt kerfi til nýja TAL, Vodafone, Fjarska, Landsvirkjunar auk fleiri stórra tæknifyrirtækja.
Símafélagið er fullgilt fjarskiptafélag og er rekið undir eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunnar. Símafélagið hefur byggt upp sitt eigið dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu. Dreifikerfi Símafélagsins stækkar jafnt og þétt. Eftir sem áður getur Símafélagið veitt síma- og netþjónustu hvar sem er á landinu með því að nýta dreifikerfi annara fjarskiptafyrirtækja.
Símafélagið sérhæfir sig í að þjónusta fyrirtæki en veitir einstaklingum einnig þjónustu og gerir það t.d. þegar fyrirtæki leggja starfsmönnum sínum til tengingar. Í dag eru fjöldi einstaklinga í þjónustu hjá Símafélaginu víðsvegar um landið, hvort sem er í netþjónustu eða heimasímaþjónustu.

Stjórn Símafélagsins

 • Hulda Björk Pálsdóttir (Stjórnarformaður)
 • Sigríður Ósk Sigurðardóttir
 • Friðrik Þór Snorrason
 • Hans Pétur Jónsson
 • Sigurður G Guðjónsson

Starfsreglur stjórnar

Netþjónusta Símafélagsins

Símafélagið rekur stöðugt stækkandi ljósleiðaranet í Reykjavík og dreifistöðvar fyrir nettengingar í símstöðvarhúsum Mílu. Símafélagið veitir nettengingar yfir ADSL, SDSL, VDSL og ljósleiðara á sínu eigin dreifikerfi í Reykjavíkur en getur auk þess boðið upp á ADSL, SDSL og ljósleiðara hvar sem er á landinu yfir kerfi annara aðila.

Símafélagið er að sama skapi með gagnsæja verðskrá fyrir netþjónustu þar sem verðin eru u.þ.b. 20% lægri en hjá samkeppnisaðilunum.

Símaþjónusta Símafélagsins

Að frátöldum rekstri farsímakerfa þá er enginn eðlismunur á Símafélagsins, Símanum eða Vodafone, eingöngu stærðarmunur. Símafélagið rekur mjög öflugt og öruggt tvöfalt símkerfi sem er tvítengt bæði Símanum og Vodafone og auk þess tveimur mjög stórum alþjóðlegum símafyrirtækjum. Símafélagið leggur áherslu á stafrænar IP símatengingar fram yfir eldri hliðræna tækni og getur veitt slíka þjónustu hvar sem er á landinu, hvort sem er yfir eigin nettengingar eða nettengingar frá öðrum aðilum. Símafélagið býður fastlínuþjónustu á sínu eigin dreifikerfi í Reykjavík og getur einnig gert það hvar sem er á landinu með því að nýta dreifikerfi annara fjarskiptafyrirtækja.

Símafélagið er með eina algerlega gagnsæja verðskrá fyrir símaþjónustu og tímamælir auk þess eingöngu í sekúndum. Að jafnaði eru símareikningar frá SIP 20-30% lægri en hjá samkeppnisaðilunum þrátt fyrir margskonar (og flókna) afslætti sem þeir bjóða.

Farsímaþjónusta Símafélagsins

Símafélagið hefur samið um aðgang að farsímakerfum IMC sem þá hefur samninga um dreifingu á kerfum Símans og Vodafone. Símafélagið bíður því þjónustu á stærsta dreifikerfi landsins og vegna hagstæðra samninga og lítils rekstrarkostnaðar mun Símafélagið geta boðið lægri verð en önnur fjarskiptafyrirtæki í farsímaþjónustu.

IP Símkerfi Símafélagsins

Símafélagið hefur þróað mjög fullkomið IP símkerfi fyrir íslenskan fyrirtækjamarkað ofan á Asterisk kerfið. Símafélagið býður uppá tvær útfærslur annars vegar er hægt að hýsa símkerfið hjá Símafélagið gegn mjög vægu gjaldi eða kaupa kerfið sem er þá sett upp á vélbúnað notanda. Vilji viðskiptavinur hýsa símkerfið sjálfur þarf hann því að leggja til eða kaupa fullnægjandi tölvubúnað til að keyra símkerfið. Með þessum símkerfum býður Símafélagið ýmsar gerðir IP símtækja. M.a. frá Aastra, Cisco/Linksys eða Grandstream. Flest önnur IP símtæki ganga einnig á símkerfi Símafélagsins.

Símafélagið leggur mikla áherslu á að aðlaga símkerfið að þörfum hvers viðskiptavinar og býður upp á þarfagreiningarfund áður en símkerfið er sett upp án endurgjalds fyrir þá sem koma í símaþjónustu til Símafélagsins. Uppsetningin er að sama skapi ókeypis fyrir þessa aðila. Símafélagið getur síðan forritað nánast hverskonar sérsniðnar viðbótarlausnir ofan á símkerfið fyrir mjög sanngjarnt verð. Símafélagið hefur afhent mörgum stórum fyrirtækjum slíkar sérhæfðar lausnir, þ.á.m. þjónustuvers- og úthringikerfi fyrir Tal, rauntíma upplýsingakerfi fyrir verslanir hjá Stillingu og margskonar lausnir fyrir fleiri aðila.

Kostir IP símkerfa

IP símkerfi hófu að ryðja sér til rúms á síðasta áratug. Umskipti yfir í IP símatæknina hafa verið frekar hæg hingað til en nú má segja að ákveðin bylting sé að eiga sér stað. Þróunin núna skapast fyrst og fremst af tveimur þáttum; mun meiri sveigjanleika og mun lægri kostnaði.

Með IP símkerfum má einfalda tölvu- og símalagnir fyrirtækja og samnýta eitt kerfi fyrir bæði síma og net. IP símkerfi eru mun sveigjanlegri hvað varðar staðsetningu símtækja, útibúa og vegna ferðalaga og einfaldar auk þess flutning starfsmanna milli staða, flutning fyrirtækja milli húsnæða og ekki síst flutning þjónustunnar milli símafyrirtækja.

Kostnaður við IP símkerfi er í flestum tilvikum mun lægri en hefðbundinna símkerfa. Ekki síst þegar nýtt eru kerfi sem byggja á opnum lausnum, eins og Asterisk.

Um okkur

Hér er teymið á bakvið Símafélagið komið saman, eins flott og þetta fólk er þá erum við alltaf í leit að fleiri snillingum til þess að vinna með okkur!

Brjánn Jónsson

Brjánn Jónsson

Framkvæmdastjóri
Njörður Tómasson

Njörður Tómasson

Yfirmaður sölusviðs
Hulda Pálsdóttir

Hulda Pálsdóttir

Fjármálastjóri
Helena R. Káradóttir

Helena R. Káradóttir

Bókari
Heiðrún Þorsteinsdóttir

Heiðrún Þorsteinsdóttir

Bakvinnsla
Ingvar Bjarnason

Ingvar Bjarnason

Yfirmaður tæknisviðs
Gunnar B. Sigurðarson

Gunnar B. Sigurðarson

Sérfræðingur
Gunnlaugur Máni Hrólfsson

Gunnlaugur Máni Hrólfsson

Sérfræðingur
Kjartan Baldursson

Kjartan Baldursson

Sérfræðingur
Örn Arnarson

Örn Arnarson

Sérfræðingur
Guðmundur B. Gíslason

Guðmundur B. Gíslason

Yfirmaður þjónustusviðs
Ásgeir Sigurgeirsson

Ásgeir Sigurgeirsson

Tæknimaður
Brynjar Steinn Jónsson

Brynjar Steinn Jónsson

Tæknimaður
Guðni Már Ægisson

Guðni Már Ægisson

Tæknimaður
Hafsteinn

Hafsteinn

Tæknimaður
Ísak Ívarsson

Ísak Ívarsson

Tæknimaður
Ragnar Örn Ólafsson

Ragnar Örn Ólafsson

Tæknimaður
Ingólfur Bjarni Sveinsson

Ingólfur Bjarni Sveinsson

Tæknimaður (verktaki)
Magnús H Steinarsson

Magnús H Steinarsson

Tæknimaður (verktaki)

Hafa samband

Símafélagið ehf.

Við hlökkum til að heyra frá þér!