Ljósleiðari fyrir fyrirtæki

Ljósleiðari fyrirtækja (Active Ethernet) hentar þeim sem gera ríkar kröfur um svartíma, sveigjanleika í bandvídd og öryggi tenginga. Ljósleiðari Símafélagsins uppfyllir ströngustu kröfur um áreiðanlegt samband. Þjónustan er trygg í rafmagnsleysi, þar sem miðlægur búnaður er rekinn á varaafli í næstu símstöð (sé endabúnaður viðskiptavinar á varaaflgjafa). Við bjóðum upp á vandaðan endabúnað frá Cisco en einnig er í boði að nýta eigin endabúnað. Símafélagið ráðleggur fyrirtækjum sem horfa til framtíðar að tengjast ljósleiðara, verði því við komið.