Netsími

Netsími er íslenskt símanúmer sem þú getur notað hvar sem er í heiminum og bæði hringt úr og móttekið símtöl á innanlandstaxta. Eingöngu má nota sérstök flökkunúmer í þessari þjónustu (símanúmer sem byrja á 49). Netsíma er hægt að setja upp á tölvu, í smáforriti í snjallsíma eða á sérstakan netsímabúnað tengdan Interneti. Lestu allt um sérvalin símanúmer hér.