Skilmálar fjarskiptaþjónustu Símafélagsins ehf

1 gr. Almennt

 • 1.1 Skilmálar þessir gilda um alla þjónustu, búnaðarleigu og búnaðarsölu sem viðskiptavinur fær afhenta frá Símafélaginu ehf (hér eftir nefnt Símafélagið). Við áskrift skuldbindur viðskiptavinur sig til þess að hlíta þeim skilmálum sem Símafélagið setur um kjör og notkun þjónustunnar.
 • 1.2 Geri viðskiptavinur sérstakan samning um fjarskiptaþjónustu, s.s. um fyrirtækjaþjónustu, gilda ákvæði þess samnings umfram ákvæði þessara skilmála.
 • 1.3 Heimilt er að synja aðila fyrirfram um reikningsviðskipti ef viðskiptavinur er á vanskilaskrá Símafélagsins eða á öðrum almennum vanskilaskrám. Símafélagið hefur heimild til þess að fara fram á að viðskiptavinur leggi fram tryggingu fyrir öllum gjöldum vegna notkunar á þjónustu. Sama gildir um hvers konar félög og samtök ef svo háttar til um forsvarsmenn viðkomandi félags eða samtaka.
 • 1.4 Skilmálar þessir teljast samþykktir og gagnkvæmur samningur kominn á ef eitthvert af eftirfarandi skilyrðum hefur verið uppfyllt:
  • 1.4.1 Viðskiptavinur hefur samþykkt kaup á þjónustu.
  • 1.4.2 Viðskiptavinur hefur hafið notkun á þjónustu.
  • 1.4.3 Viðskiptavinur hefur tekið á móti áskriftarbúnaði.

2 gr. Þjónusta

 • 2.1 Viðskiptavinur ber ábyrgð á að notkun þjónustu sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir á hverjum tíma.
 • 2.2 Til þess að tryggja öryggi í gagnaflutningum og talþjónustu áskilur Símafélagið sér rétt til að takmarka þjónustu viðskiptavinar ef notkun hans veldur truflun á virkni kerfisins.
 • 2.3 Viðskiptavini er óheimilt að trufla, skerða eða á annan hátt hafa áhrif á notkun annarra viðskiptavina, t.d. með fjöldapóstsendingum eða óhóflegum gagnaflutningum.
 • 2.4 VoIP símanúmer þurfa að vera með fasta og skráða staðsetningu nema um sé að ræða flökkunúmer (49XXXXX). Óheimilt er að flytja hefðbundin VoIP símanúmer á milli staða nema með breyttri skráningu (vegna Neyðarlínunnar).
 • 2.5 Símafélagið áskilur sér rétt til að loka tímabundið á sambönd ef upp kemur rökstuddur grunur um að verið sé að misnota kerfi viðskiptavinar. Þetta er gert til að verja viðskiptavin og aðra notendur gegn tjóni, fjárhagslegu sem öðru.

3 gr. Búnaðarleiga

 • 3.1 Viðskiptavinur ber ábyrgð á búnaði Símafélagsins á meðan hann er í útleigu. Skemmist búnaður á samningstímanum, skal viðskiptavinur greiða fyrir viðgerð eða kaup á nýjum búnaði.
 • 3.2 Símafélagið áskilur sér rétt til að skoða og yfirfara búnaðinn hvenær sem er á samningstímanum.
 • 3.3 Útleigðum búnaði skal skilað til Símafélagsins við uppsögn þjónustu. Sé búnaði ekki skilað, áskilur Símafélagið sér rétt til að krefja viðskiptavin um andvirði búnaðar auk umsýslukostnaðar.

4 gr. Greiðsluskilmálar

 • 4.1 Gjalddagi þjónustu er síðasti dagur hvers mánaðar.
 • 4.2 Eindagi reiknings er 15 dögum eftir gjaldaga. Sé reikningur greiddur eftir eindaga, reiknast dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags auk kostnaður við innheimtu.
 • 4.3 Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en 30 dögum eftir gjalddaga, ella telst reikningur samþykktur.
 • 4.4 Símafélagið áskilur sér rétt til að loka fyrir þjónustu hafi reikningur ekki verið greiddur 30 dögum eftir eindaga.
 • 4.5 Hafi vanskil viðskiptavinar varað í a.m.k. 90 daga frá eindaga og heildarskuld er a.m.k. 40.000,- að frátöldum vöxtum og kostnaði, áskilur Símafélagið sér rétt til að tilkynna nafn viðskiptavinar á vanskilaskrá Creditinfo Ísland (Lánstraust).

5 gr. Annað

 • 5.1 Uppsögn á þjónustu skal berast Símafélaginu með skriflegum hætti um mánaðamót með minnst eins mánaðar fyrirvara, og skal Símafélagið aftengja þjónustu innan 3ja virkra daga frá gildistöku skriflegrar uppsagnar.
 • 5.2 Verði viðskiptavinur fyrir þjónusturofi vegna bilana í kerfi Símafélagsins getur viðskiptavinur átt rétt á afslætti af mánaðarverði sem nemur, að hámarki, þeim tíma sem þjónusturof á sér stað, mælt í heilum dögum.
 • 5.3 Símafélagið ábyrgist hvorki tjón sem skapast vegna notkunar viðskiptavinar eða þriðja manns á þjónustu Símafélagsins né tjón sem búnaður þess kann að valda. Þá ábyrgist Símafélagið heldur ekki tjón sem stafar af bilunum í grunnkerfum þriðja aðila, vegna óviðráðanlegra orsaka (e. force majeure), s.s. náttúruhamfara, stjórnsýsluákvarðanna, skemmdarverka, mannlegra mistaka eða annarra slíkra aðstæðna.
 • 5.4 Símafélagið áskilur sér rétt til að senda viðskiptavinum póst, tölvupóst eða sms er varða þjónustuna.
 • 5.5 Símafélagið áskilur sér rétt til verðbreytinga og breytinga á skilmálum þessum. Breytingar skulu tilkynntar á vefsíðu Símafélagsins (www.simafelagid.is) með minnst mánaðar fyrirvara.
 • 5.7 Öll mál, sem rísa kunna vegna ágreinings á skilmálum þessum skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.