Um félagið

Símafélagið er alhliða fjarskiptafyrirtæki sem veitir fyrsta flokks fjarskiptaþjónustu fyrir fyrirtæki, stofnanir og heimili.

Þjónusta okkar nær yfir síma, farsíma, netsíma, netþjónustu, bæði um ljósleiðara, xDSL og kopar, IP símkerfi og SIP símaþjónustu, miðlun sjónvarps um netið og ýmsar sérlausnir sem falla undir fjarskipti. Við rekum ekki verslanir með farsíma, en bjóðum síma frá Mitel og netbúnað frá Cisco, UniFi og Zyxel.

Símafélagið er óháð félag og í eigu starfsmanna, stofnað 2008.

Símafélagið er rekið samkvæmt ISO 9001 gæðastaðlinum og undir eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar sem fullgilt fjarskiptafélag.

Sérstaða okkar felst í okkar eigin fjarskiptakerfum, mikilli tækniþekkingu og persónulegri þjónustu.

Síminn er 415-1500 fyrir frekari upplýsingar, hringdu núna!

Skipurit

Öryggisstefna

Markmið öryggisstefnu Símafélagsins er að tryggja öryggi í meðferð og geymslu upplýsinga, ásamt því að fylgja góðum viðskiptaháttum, gildandi lögum og persónuvernd til að tryggja jafnt hagsmuni viðskiptavina og birgja.

Lestu alla stefnuna hér

Gæðastefna

Markmið gæðastefnu Símafélagsins er að tryggja gæði vöru og þjónustu og að gæðin séu í samræmi við væntingar viðskiptavina. Til að tryggja fagleg vinnubrögð hefur Símafélagið innleitt verkferla í samræmi við ISO 9001 staðalinn.

Lestu alla stefnuna hér

Umhverfisstefna

Markmið umhverfisstefnu Símafélagins er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum með tilliti til orkunotkunar, vinnuumhverfis og meðferðar á efnum og úrgangi. Jafnframt eru starfsmenn hvattir til vistvænnar hugsunar.

Lestu alla stefnuna hér