head> Símafélagið | Við tengjum þig vel

Um félagið

Símafélagið er alhliða fjarskiptafyrirtæki með öfluga innviði sem veitir fyrsta flokks fjarskiptaþjónustu.

Símafélagið var stofnað 2008 og er óháð félag og í eigu starfsmanna. Eigendur Símafélagsins hafa mjög víðtæka reynslu úr fjarskiptageiranum, búa yfir mikilli sérþekkingu og hafa hannað sérlausnir fyrir mörg stærstu fyrirtæki landsins.

Símafélagið hefur byggt upp sitt eigið dreifikerfi um land allt og flutningsgeta þess vex stöðugt. Sérstaða okkar felst í okkar eigin fjarskiptakerfum, mikilli tækniþekkingu og persónulegri þjónustu.

Símafélagið er fullgilt fjarskiptafélag og er rekið samkvæmt ISO 9001 gæðastaðlinum og undir eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar. Stjórn fyrirtækisins er óháð og faglega ráðin á hverjum tíma. Lögð er áhersla á að stjórnarmeðlimir séu með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu.

Skipurit

Öryggisstefna

Markmið öryggisstefnu Símafélagsins er að tryggja öryggi í meðferð og geymslu upplýsinga, ásamt því að fylgja góðum viðskiptaháttum, gildandi lögum og persónuvernd til að tryggja jafnt hagsmuni viðskiptavina og birgja.

Lestu alla stefnuna hér

Gæðastefna

Markmið gæðastefnu Símafélagsins er að tryggja gæði vöru og þjónustu og að gæðin séu í samræmi við væntingar viðskiptavina. Til að tryggja fagleg vinnubrögð hefur Símafélagið innleitt verkferla í samræmi við ISO 9001 staðalinn.

Lestu alla stefnuna hér

Umhverfisstefna

Markmið umhverfisstefnu Símafélagins er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum með tilliti til orkunotkunar, vinnuumhverfis og meðferðar á efnum og úrgangi. Jafnframt eru starfsmenn hvattir til vistvænnar hugsunar.

Lestu alla stefnuna hér