Símafélagið á og rekur sín eigin fjarskiptakerfi og millilandasambönd. Hér er komin leið til að mæla tenginguna þína, um kerfi Símafélagsins, með lágmörkun ytri áhrifa. Sértu tengd/ur okkur alla leið ertu vel tengd/ur!

Mælingar sem þessi gefa aðeins vísbendingu og mæla þarf oft á mismunandi tímum og dögum til að finna meðaltal. Mælingin getur aldrei sýnt meiri hraða en veikasti hlekkurinn ræður við, mæling um þráðlaust netkort B mun því sýna mest 11 Mb/s og þráðlaust netkort G mest 54 Mb/s. Mælingar með Edge, Opera, Firefox, Chrome og Vivaldi vöfrum gefa mismunandi niðurstöður. Appið Speedtest frá Ookla, fyrir Windows, Android og Apple stýrikerfi, gefur skýrustu mælinguna.